Aðalfundur 6.apríl 2017 – uppfært


Aðalfundur Fjöreggs, félags um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, fer fram í Skjólbrekku fimmtudagskvöldið 6. apríl næstkomandi kl. 20:00. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður er kosinn á aðalfundi til eins árs í senn og auk þess þrír stjórnarmenn til tveggja ára. Tveir varamenn eru kosnir til eins árs í senn. Stjórn skiptir að öðru leyti sjálf með sér verkum. Þeir sem hafa áhuga á að starfa í stjórn félagsins eru hvattir til að bjóða sig fram.

Á fundinum verður einnig fræðsluerindi um rafbílavæðingu frá starfsmanni Ísorku. Það verður nánar auglýst síðar.

Sjáumst í Skjólbrekku 6. apríl!

Aðalfundarboð

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*