Jarðvarmavirkjanir – Samantekt


Í byrjun vetrar hélt Fjöregg málþing um jarðvarmavirkjanir -áhrif á nærumhverfi-. Málþingið var mjög vel heppnað. Næstkomandi miðvikudag 24. febrúar ætlum við að koma saman og ræða helstu niðurstöður málþingsins ásamt því sem Hörður Kristinsson grasafræðingur ætlar að heiðra okkur með nærveru sinni og segja okkur frá einstakri flóru Jarðbaðshóla og nágrennis.
Fundurinn hefst klukkan 20:00 í Myllunni, Hótel Reynihlíð og eru allir velkomnir.

Stjórn Fjöreggs.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*