Opinn fundur: Sambýli íbúa og ferðamanna í Mývatnssveit 2


Fjöregg, félag um náttúruvernd og heilbrigt umhverfi í Mývatnssveit, stendur fyrir fundi um sambýli íbúa og ferðamanna í Mývatnssveit,

laugardaginn 26. september
Seli – Hótel Mývatni milli kl. 13–18.

Fundurinn er opinn og allir eru velkomnir. Kaffi og léttar veitingar verða í boði fyrir fundargesti.

Markmið fundarins er að ræða í sameiningu helstu núningsfletina sem íbúar finna fyrir vegna aukins straums ferðamanna og ekki síður að koma fram með lausnir sem geta bætt samfélagið og umhverfið vegna þessarar þróunar. 

Dagskráin hefst á tveimur erindum:

  • Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri: Samlyndi íbúa og atvinnugreinar – skipulag ferðaþjónustunnar í fjölsóttri sveit.
  • Aagot Vigdís Óskarsdóttir, lögfræðingur: Heimildir ferðamanna til frjálsrar farar og dvalar á eignarlöndum. Farið verður yfir gildandi reglur og vikið að helstu réttarlegum vandamálum sem fylgja mikilli fjölgun ferðamanna.

Því næst gefst fundargestum kostur á að vinna í hópum þar sem þeir koma sínum málum og skoðunum á framfæri og vinna í átt að lausnamiðuðum niðurstöðum. Umræðuefnin sem tekin verða fyrir eru:

  1. Gisting utan merktra tjaldstæða: Gisting í húsbílum, tjöldum og húsvögnum utan tjaldstæða.
  2. Miðbærinn okkar: Álag á verslun, bílastæði, bensínsölu og langtímabílastæði í Reykjahlíð.
  3. Salerni og sorp: Aðgangur ferðamanna að salernum og sorpílátum.
  4. Ferðamenn utan hefðbundinna ferðamannastaða: Umferð ferðamanna á einkalóðum, heima á bæjum, utan merktra gönguleiða, á túnum o.s.frv.
  5. Ferðamenn á þjóðveginum: Umferð akandi, hjólandi og gangandi vegfarenda.

Fundargestir fá einnig tækifæri til að koma athugasemdum og skoðunum varðandi önnur atriði á framfæri. Eftir fundinn mun stjórn Fjöreggs safna saman umræðupunktum og vinna úr þeim, setja niðurstöður hópavinnunnar fram á skýran hátt og koma á framfæri við þá aðila sem málið varðar.

Það er von okkar að sem flestir sjái sér hag í að mæta og taka þátt í að móta framtíð sveitarinnar og samfélagsins með hag allra að leiðarljósi.

Stjórn Fjöreggs

Opinn fundur: Sambýli íbúa og ferðamanna


Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*

2 thoughts on “Opinn fundur: Sambýli íbúa og ferðamanna í Mývatnssveit