Opinn fundur á Mannabar


Almennur félagsfundur Fjöreggs á Mannabar 30. apríl 2015.

Ólafur Þröstur, nýr formaður félagsins, setti fundinn bauð fólk velkomið.  Hann sagði frá starfi nýju stjórnarinnar, því sem er áætlað að gera á árinu og hann fór einnig lauslega yfir starf félagsins á síðasta ári. Lífleg umræða varð um ruslamál og yfirvofandi ruslaflokkun sem áætlað er að verði komið á hér í sveit í sumar. Fólk virtist almennt spennt fyrir því að fá almennilega ruslaflokkun með góðum leiðbeiningum og starfsmanni til aðstoðar. Garðar sýndi nýja heimasíðu félagsins og fór yfir hvaða upplýsingar eru komnar þar inn og hvaða upplýsingar stefnt er á að verði að finna þar í framtíðinni. Fólk virtist taka sérstaklega vel í möguleikann á því að geta sent inn ábendingar beint af síðunni. Þónokkuð var rætt um fráveitumál á fundinum og það var auðheyrt að fólk er orðið langeygt eftir almennilegum úrlausnum í þessum efnum. Fundi var formlega slitið um hálf tíu en þá voru enn líflegar umræður um hin ýmsu málefni, svo sem búfjárúrgang og afréttarnýtingu

Stjórn Fjöreggs þakkar fyrir vel sóttan og skemmtilegan fund.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*